Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyrún Unnarsdóttir, Elmar GIlbertsson, Álfheiður Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannesson skrifa 21. júní 2025 14:01 Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun