„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2025 09:20 Ægir átti ógleymanlega stund með Lionel Messi, sem er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið. Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum. Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira
Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum.
Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira