Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2025 12:01 Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar