Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 16:32 Alisha Lehmann sinnir aðdáendum sínum og smellir af mynd sem kannski fékk að birtast á Instagram-reikningnum hennar, sem tæplega 17 milljónir manns fylgjast með. Getty/Daniela Porcelli Alisha Lehmann, vinsælasta knattspyrnukona heims á samfélagsmiðlum, er í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM sem hefst eftir tíu daga. Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira