Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 16:32 Alisha Lehmann sinnir aðdáendum sínum og smellir af mynd sem kannski fékk að birtast á Instagram-reikningnum hennar, sem tæplega 17 milljónir manns fylgjast með. Getty/Daniela Porcelli Alisha Lehmann, vinsælasta knattspyrnukona heims á samfélagsmiðlum, er í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM sem hefst eftir tíu daga. Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira