Ísraelar héldu árásum sínum áfram í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. júní 2025 06:52 Bandaríkjaforseta var víða þakkað í Ísrael í gær fyrir að skerast í leikinn og heimila harðar árásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írans um helgina. AP Photo/Bernat Armangue Ísraelsher hefur haldið árásum sínum á Íran áfram í alla nótt og um tuttugu orrustuþotur eru sagðar hafa gert árásir í vesturhluta landsins og ráðist að herstöðvum og skotpöllum. Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta. Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13