Áhrifavaldur sakaður um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 07:19 Kate Shemirani á útifundi gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum sem hún skipulagði í London árið 2020. Hún var svipt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur fyrir að dreifa lygum um faraldurinn árið síðar. Vísir/EPA Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni. Kate Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst árið 2020 dreifði Shemirani alls kyns stoðlausum samsæriskenningum um hann og bóluefnin sem voru þróuð við veirunni. Þar á meðal voru fullyrðingar um að faraldurinn væri gabb, bólusetningar væru skipulögð herferð yfirvalda til þess að drepa fólk og fleira af slíkum toga. Samsæriskenningaflaumurinn varð til þess að hjúkrunarfræðiráð Bretlands samþykkti að svipta Shemirani starfsleyfi árið 2021. Þá var henni úthýst af samfélagsmiðlum en aðeins tímabundið. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið eftir að bæði Facebook og X gáfu upplýsingafalsi lausan tauminn og fylgjast milljónir manna með efni hennar þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á samfélagsmiðlunum segir Shemirani fylgjendum sínum að lyfjameðferð við krabbameini sé eins og að dæla „sinnepsgasi“ í æðarnar. Bein afleiðing samsæriskenninga móðurinnar Þegar 23 ára gömul dóttir Shemirani var greind með krabbamein fyrir nokkrum árum segja tveir synir hennar að samsæriskenningar hennar um lyf og læknavísindi hafi valdið dauða systur þeirra. Þær hafi orðið til þess að Palmon Shemirani hafnaði því að gangast undir lyfjameðferðina sem læknar sögðu bjarga lífi hennar. „Systir mín lést sem bein afleiðing af gjörðum mömmu minnar og skoðunum og ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum sama sársauka og missi og ég hef þurft að gera,“ segir Sebastian Shemirani, eldri bróður Palomu við BBC. Fjöldi stoðlausra samsæriskenninga spratt upp í kórónuveirufaraldrinum um allt frá bóluefnum til sóttvarnagríma.Vísir/EPA Bræðurnir telja að samfélagsmiðlafyrirtæki ættu að taka upplýsingafalsi eins og því sem móðir þeirra dreifir fastari tökum. Shemirani svaraði ekki ásökunum sona sinna. Hún og fyrrverandi eignmaður hennar saka bresku heilbrigðisþjónustunni NHS um að hafa drepið dóttur þeirra og hylma yfir það. BBC segist ekki hafa séð nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra. Alin upp við Inforwars og kukl Bræðurnir segja að þau systkinin hafi verið alin upp við samsæriskenningar móður þeirra. Þannig hafi þau hlustað á Alex Jones, alræmdan bandarískan samsæriskenningasmið, ljúga um hvernig fjöldamorð á ungum börnum í Sandy Hook-skólanum í Bandaríkjunum hefði verið sviðsett þegar þau voru á leiðinni í skólann. Andúð móður þeirra á læknavísindum hafi aðeins eflst eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2012. Meinið hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð en Shemirani haldi því fram að hún hafi losnað við það með söfum og kaffistólpípum. Alex Jones, fjarhægrisinnaði samsæriskenningasmiðurinn, sem stýrði Infowars. Hann var dæmdur til að greiða aðstandendum barna sem voru myrt í Sandy Hook-skólanum árið 2012 milljarða í bætur fyrir lygar sínar. Hlustað var á hann heima hjá Kate Shemirani þegar börnin hennar ólust upp.AP/Tyler Sizemore Paloma er sögð hafa tileinkað sér sumar ranghugmyndir móður sinnar um heilbrigðisvísindi. Hún hafi neitað að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Tókst á við meinið með söfum og stólpípum Eftir að hún greindist með krabbamein árið 2023 virðist móðir hennar hafa þrýst á hana að samþykkja ekki geislameðferðina. Í textaskilaboðum frá Shemirani sem fyrrverandi kærasti Palomu sýndi BBC sagði hún honum að leyfa dóttur sinni ekki að samþykkja neitt um lyfjameðferðina eða aðra meðferð á sjúkrahúsi. Í kjölfarið ákvað Paloma að gangast ekki undir lyfjameðferð. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Eftir það fór henni aðeins hrakandi. Vinkona Palomu sem var í sambandi við hana á þessum tíma segir BBC að þegar hún fékk nýjan hnúð í handakrikanum hafi móðir hennar sagt henni að það væri krabbameinið á leið út úr líkamanum. Paloma lést eftir að hún fékk hjartaáfall af völdum krabbameins í júlí í fyrra. Opinber rannsókn á dauða hennar á að hefjast í næsta mánuði. Bretland Krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Kate Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst árið 2020 dreifði Shemirani alls kyns stoðlausum samsæriskenningum um hann og bóluefnin sem voru þróuð við veirunni. Þar á meðal voru fullyrðingar um að faraldurinn væri gabb, bólusetningar væru skipulögð herferð yfirvalda til þess að drepa fólk og fleira af slíkum toga. Samsæriskenningaflaumurinn varð til þess að hjúkrunarfræðiráð Bretlands samþykkti að svipta Shemirani starfsleyfi árið 2021. Þá var henni úthýst af samfélagsmiðlum en aðeins tímabundið. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið eftir að bæði Facebook og X gáfu upplýsingafalsi lausan tauminn og fylgjast milljónir manna með efni hennar þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á samfélagsmiðlunum segir Shemirani fylgjendum sínum að lyfjameðferð við krabbameini sé eins og að dæla „sinnepsgasi“ í æðarnar. Bein afleiðing samsæriskenninga móðurinnar Þegar 23 ára gömul dóttir Shemirani var greind með krabbamein fyrir nokkrum árum segja tveir synir hennar að samsæriskenningar hennar um lyf og læknavísindi hafi valdið dauða systur þeirra. Þær hafi orðið til þess að Palmon Shemirani hafnaði því að gangast undir lyfjameðferðina sem læknar sögðu bjarga lífi hennar. „Systir mín lést sem bein afleiðing af gjörðum mömmu minnar og skoðunum og ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum sama sársauka og missi og ég hef þurft að gera,“ segir Sebastian Shemirani, eldri bróður Palomu við BBC. Fjöldi stoðlausra samsæriskenninga spratt upp í kórónuveirufaraldrinum um allt frá bóluefnum til sóttvarnagríma.Vísir/EPA Bræðurnir telja að samfélagsmiðlafyrirtæki ættu að taka upplýsingafalsi eins og því sem móðir þeirra dreifir fastari tökum. Shemirani svaraði ekki ásökunum sona sinna. Hún og fyrrverandi eignmaður hennar saka bresku heilbrigðisþjónustunni NHS um að hafa drepið dóttur þeirra og hylma yfir það. BBC segist ekki hafa séð nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra. Alin upp við Inforwars og kukl Bræðurnir segja að þau systkinin hafi verið alin upp við samsæriskenningar móður þeirra. Þannig hafi þau hlustað á Alex Jones, alræmdan bandarískan samsæriskenningasmið, ljúga um hvernig fjöldamorð á ungum börnum í Sandy Hook-skólanum í Bandaríkjunum hefði verið sviðsett þegar þau voru á leiðinni í skólann. Andúð móður þeirra á læknavísindum hafi aðeins eflst eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2012. Meinið hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð en Shemirani haldi því fram að hún hafi losnað við það með söfum og kaffistólpípum. Alex Jones, fjarhægrisinnaði samsæriskenningasmiðurinn, sem stýrði Infowars. Hann var dæmdur til að greiða aðstandendum barna sem voru myrt í Sandy Hook-skólanum árið 2012 milljarða í bætur fyrir lygar sínar. Hlustað var á hann heima hjá Kate Shemirani þegar börnin hennar ólust upp.AP/Tyler Sizemore Paloma er sögð hafa tileinkað sér sumar ranghugmyndir móður sinnar um heilbrigðisvísindi. Hún hafi neitað að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Tókst á við meinið með söfum og stólpípum Eftir að hún greindist með krabbamein árið 2023 virðist móðir hennar hafa þrýst á hana að samþykkja ekki geislameðferðina. Í textaskilaboðum frá Shemirani sem fyrrverandi kærasti Palomu sýndi BBC sagði hún honum að leyfa dóttur sinni ekki að samþykkja neitt um lyfjameðferðina eða aðra meðferð á sjúkrahúsi. Í kjölfarið ákvað Paloma að gangast ekki undir lyfjameðferð. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Eftir það fór henni aðeins hrakandi. Vinkona Palomu sem var í sambandi við hana á þessum tíma segir BBC að þegar hún fékk nýjan hnúð í handakrikanum hafi móðir hennar sagt henni að það væri krabbameinið á leið út úr líkamanum. Paloma lést eftir að hún fékk hjartaáfall af völdum krabbameins í júlí í fyrra. Opinber rannsókn á dauða hennar á að hefjast í næsta mánuði.
Bretland Krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira