Réttlæti byggir ekki á rangfærslum – svar við málflutningi þingflokksformanns Samfylkingar um veiðigjaldafrumvarpið Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. júní 2025 15:02 Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun