Þegar óttinn er ekki sannur Sigurður Árni Reynisson skrifar 23. júní 2025 19:03 Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun