Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann málbeinið sitt Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 24. júní 2025 08:00 Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Fjöldi ræða í 1. umræðu (flutningsræður, ræður og andsvör) Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn. Almennt er tilgangurinn með málþófi að tefja mál með löngum ræðum til að þrýsta á samninga um tiltekin þingmál. Þó markmiðið sé stundum að stöðva mál, endar málþóf oftar en ekki með sáttamiðlun, einhverri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Og þrátt fyrir það, þá þykir það hallærislegt að vera í málþófi. Flokkar hafa ítrekað neitað ásökunum um slíkt, með því að bera fyrir sig að málið þurfi ítarlega umræðu. Reyndar, að Pírötum undanskildum sem voru heiðarlegir með sitt málþóf, þó með misgóðum árangri. Hvenær verður málþóf að málþófi? Gjarnan er talað um að málþóf fari eingöngu fram í 2. umræðu frumvarpa til laga. Fyrir því eru ágætis rök, enda geta þingmenn farið eins oft í fimm mínútna ræður í 2.umræðu eins og þeir hafa þrek til. Þannig hafa einstaka þingmenn farið í tugi, jafnvel yfir hundrað, fimm mínútna ræður til þess að tefja fyrir framgang máls, og þar með störfum þingsins. Þessi skoðun er svo sterk hjá sumum að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þótti „rétt að upplýsa stjórnarmeirihlutann um það að í 1. umræðu er ekki hægt að vera í málþófi. Lögin í landinu, þingsköpin, setja þingmönnum mjög skýran ramma um hversu lengi er hægt að tala. Svo einfalt er það.” Þetta ítrekaði flokkssystir hennar, Bryndís Haraldsdóttir, fyrr í vor: „Það er ekki hægt að fara í málþóf í 1. umræðu mála. Hver þingmaður getur bara tekið til máls og átt tvær ræður.” Ári áður hafði sami þingmaður orð á því undir störfum þingsins að hún „…ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt … En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Þar er hún að vísa í þá tísku á síðasta kjörtímabili að taka óþarflega mikið til máls í 1. umræðu og þar með tefja framgang lýðræðisins, í stóra samhenginu, en ekki bara málið sjálft. Fjöldi ræða og andsvara í 1. umræðu frumvarps. Hlutfall milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir löggjafarþingi Frelsi Sjálfstæðisflokksins Þegar tölfræði um fjölda ræða og andsvara er skoðuð um tíu ár aftur í tímann þá má sjá viss þáttaskil á þessu þingi. Það er eðlilegt að flokkar í meirihluta tali meira en flokkar í minnihluta undir 1. umræðu frumvarpa enda þurfa ráðherrar að flytja málin, sem getur tekið allt að hálftíma ásamt andsvörum. Fjöldi ræða í 1. umræðu eftir löggjafarþingi og fjórum þingflokkum: Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Til að gæta sanngirni þá má sjá hér fjölda ræða allt aftur til 143. þings þegar Píratar tóku fyrst sæti á Alþingi. Það þarf engan tölfræðing sem kann að reikna staðalfrávik til þess að sjá að eitthvað gerðist á 156. löggjafarþingi, því sem nú er yfirstandandi. Það hefur átt sér stað skýr og mælanleg breyting. Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið frelsið í minnihluta. Losnað hefur um málbeinið, en alvitað er að þingmenn í stjórnarandstöðu geta sýnt meira kæruleysi með störfum sínum og orðum. Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa eflaust þurft að sitja á skoðunum sínum undanfarinn áratug í meirihluta. Það hefur ábyggilega mörgum verið erfitt. Meint málþóf minni hlutans Taka verður tillit til þess að yfirstandandi þing hefur verið afar stutt. Það hófst í byrjun febrúar. Vanalega er þing sett í september og stendur fram á sumar árið eftir. Því hafa verið mun færri þingdagar nú en vanalega. Ástæðan er vitaskuld kosningar í lok árs í fyrra og ríkisstjórnarskipti í kjölfar þeirra. Það er því áhugavert að skoða fjölda ræða á hvern þingfund til að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á yfirstandandi þingi, með gömlu valdaflokkana og skilnaðarbarnið þeirra í stjórnarandstöðu. Líkt og sést hér að neðan er ljóst að núverandi stjórnarandstaða hefur, í sögulegu samhengi, verið mjög upptekin í tafarleikjum sínum. Hlutfall ræða í 1. umræðu á fjölda þingfunda milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í ljósi þess að þingfundadagar hafa verið fáir á þessu þingi er sanngjarnt að skoða dreifingu ræða á milli meiri- og minnihluta þar sem af er þingi og skulum þar aftur miða við 16. júní síðastliðinn, eða alls 62 þingfundi. Slík talnaleikfimi breytir litlu um heildarniðurstöðun: Sitjandi stjórnarandstaða er að setja nýtt Íslandsmet við 1. umræðu í málþófi, tafarleikjum, málbeinslosi, eða hvað annað sem fólk kýs að kalla skipulagðar hindranir á framgangi umræðu með innihaldslausu tali um allt en aðallega ekkert. Stöðva framgang lýðræðisins Fylgni milli fjölda ræða frá Sjálfstæðisflokknum og veru hans í stjórnarandstöðu er óumdeild. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að gervigreindin hefur gert rökræður og ræðuskrif aðgengilegri, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ef horft er aftur til ársins 2013 þá er augljóst að eðlisbreyting er að eiga sér stað. Málþóf í 1. umræðu frumvarpa er orðin staðreynd. Teflt er á tíma með innihaldslausum ræðum og andsvörum sem þjóna ekki umræðunni heldur draga hana á langinn. Markmiðið er ekki til að tefja það mál sem um ræðir, heldur gegn framgangi lýðræðislegra þingstarfa. Og hvað veldur? Hvað er það sem hefur gerst núna sem hefur ekki átt sér stað síðan á árinu 2013? Svarið er einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á þingi, og ræður ekki, eitthvað sem virðist vera þeim erfið hlutskipti. Af þeim sökum ber að stöðva framgang lýðræðisins. En, ef litið er á björtu hliðarnar, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn, rétt eins og léttlestrarhundurinn Lubbi, fundið málbeinið sitt. Höfundur er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og núverandi starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Fjöldi ræða í 1. umræðu (flutningsræður, ræður og andsvör) Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn. Almennt er tilgangurinn með málþófi að tefja mál með löngum ræðum til að þrýsta á samninga um tiltekin þingmál. Þó markmiðið sé stundum að stöðva mál, endar málþóf oftar en ekki með sáttamiðlun, einhverri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Og þrátt fyrir það, þá þykir það hallærislegt að vera í málþófi. Flokkar hafa ítrekað neitað ásökunum um slíkt, með því að bera fyrir sig að málið þurfi ítarlega umræðu. Reyndar, að Pírötum undanskildum sem voru heiðarlegir með sitt málþóf, þó með misgóðum árangri. Hvenær verður málþóf að málþófi? Gjarnan er talað um að málþóf fari eingöngu fram í 2. umræðu frumvarpa til laga. Fyrir því eru ágætis rök, enda geta þingmenn farið eins oft í fimm mínútna ræður í 2.umræðu eins og þeir hafa þrek til. Þannig hafa einstaka þingmenn farið í tugi, jafnvel yfir hundrað, fimm mínútna ræður til þess að tefja fyrir framgang máls, og þar með störfum þingsins. Þessi skoðun er svo sterk hjá sumum að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þótti „rétt að upplýsa stjórnarmeirihlutann um það að í 1. umræðu er ekki hægt að vera í málþófi. Lögin í landinu, þingsköpin, setja þingmönnum mjög skýran ramma um hversu lengi er hægt að tala. Svo einfalt er það.” Þetta ítrekaði flokkssystir hennar, Bryndís Haraldsdóttir, fyrr í vor: „Það er ekki hægt að fara í málþóf í 1. umræðu mála. Hver þingmaður getur bara tekið til máls og átt tvær ræður.” Ári áður hafði sami þingmaður orð á því undir störfum þingsins að hún „…ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt … En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Þar er hún að vísa í þá tísku á síðasta kjörtímabili að taka óþarflega mikið til máls í 1. umræðu og þar með tefja framgang lýðræðisins, í stóra samhenginu, en ekki bara málið sjálft. Fjöldi ræða og andsvara í 1. umræðu frumvarps. Hlutfall milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir löggjafarþingi Frelsi Sjálfstæðisflokksins Þegar tölfræði um fjölda ræða og andsvara er skoðuð um tíu ár aftur í tímann þá má sjá viss þáttaskil á þessu þingi. Það er eðlilegt að flokkar í meirihluta tali meira en flokkar í minnihluta undir 1. umræðu frumvarpa enda þurfa ráðherrar að flytja málin, sem getur tekið allt að hálftíma ásamt andsvörum. Fjöldi ræða í 1. umræðu eftir löggjafarþingi og fjórum þingflokkum: Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Til að gæta sanngirni þá má sjá hér fjölda ræða allt aftur til 143. þings þegar Píratar tóku fyrst sæti á Alþingi. Það þarf engan tölfræðing sem kann að reikna staðalfrávik til þess að sjá að eitthvað gerðist á 156. löggjafarþingi, því sem nú er yfirstandandi. Það hefur átt sér stað skýr og mælanleg breyting. Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið frelsið í minnihluta. Losnað hefur um málbeinið, en alvitað er að þingmenn í stjórnarandstöðu geta sýnt meira kæruleysi með störfum sínum og orðum. Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa eflaust þurft að sitja á skoðunum sínum undanfarinn áratug í meirihluta. Það hefur ábyggilega mörgum verið erfitt. Meint málþóf minni hlutans Taka verður tillit til þess að yfirstandandi þing hefur verið afar stutt. Það hófst í byrjun febrúar. Vanalega er þing sett í september og stendur fram á sumar árið eftir. Því hafa verið mun færri þingdagar nú en vanalega. Ástæðan er vitaskuld kosningar í lok árs í fyrra og ríkisstjórnarskipti í kjölfar þeirra. Það er því áhugavert að skoða fjölda ræða á hvern þingfund til að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á yfirstandandi þingi, með gömlu valdaflokkana og skilnaðarbarnið þeirra í stjórnarandstöðu. Líkt og sést hér að neðan er ljóst að núverandi stjórnarandstaða hefur, í sögulegu samhengi, verið mjög upptekin í tafarleikjum sínum. Hlutfall ræða í 1. umræðu á fjölda þingfunda milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í ljósi þess að þingfundadagar hafa verið fáir á þessu þingi er sanngjarnt að skoða dreifingu ræða á milli meiri- og minnihluta þar sem af er þingi og skulum þar aftur miða við 16. júní síðastliðinn, eða alls 62 þingfundi. Slík talnaleikfimi breytir litlu um heildarniðurstöðun: Sitjandi stjórnarandstaða er að setja nýtt Íslandsmet við 1. umræðu í málþófi, tafarleikjum, málbeinslosi, eða hvað annað sem fólk kýs að kalla skipulagðar hindranir á framgangi umræðu með innihaldslausu tali um allt en aðallega ekkert. Stöðva framgang lýðræðisins Fylgni milli fjölda ræða frá Sjálfstæðisflokknum og veru hans í stjórnarandstöðu er óumdeild. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að gervigreindin hefur gert rökræður og ræðuskrif aðgengilegri, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ef horft er aftur til ársins 2013 þá er augljóst að eðlisbreyting er að eiga sér stað. Málþóf í 1. umræðu frumvarpa er orðin staðreynd. Teflt er á tíma með innihaldslausum ræðum og andsvörum sem þjóna ekki umræðunni heldur draga hana á langinn. Markmiðið er ekki til að tefja það mál sem um ræðir, heldur gegn framgangi lýðræðislegra þingstarfa. Og hvað veldur? Hvað er það sem hefur gerst núna sem hefur ekki átt sér stað síðan á árinu 2013? Svarið er einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á þingi, og ræður ekki, eitthvað sem virðist vera þeim erfið hlutskipti. Af þeim sökum ber að stöðva framgang lýðræðisins. En, ef litið er á björtu hliðarnar, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn, rétt eins og léttlestrarhundurinn Lubbi, fundið málbeinið sitt. Höfundur er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og núverandi starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun