Fréttir af baggavélum og lömbum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:02 Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun