Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar 25. júní 2025 10:02 Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar