Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 10:36 Alayah Pilgrim skoraði eina mark Sviss gegn Luzern-strákunum. Getty/Daniela Porcelli Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira