Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar 25. júní 2025 12:30 Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun