Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson skrifa 25. júní 2025 13:32 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Eydís Ásbjörnsdóttir Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun