Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson skrifa 25. júní 2025 13:32 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Eydís Ásbjörnsdóttir Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun