Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar 25. júní 2025 14:00 Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun