Kristrún missti af fundi með Selenskí Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 18:20 Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hélt fund með fulltrúum Norðurlanda í dag. En fulltrúar Íslands misstu af fundinum þar sem þeir þurftu að ná flugi heim. Skjáskot/X Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands. Selenskí birtir færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann greinir frá fundi sem hann átti með þjóðarleiðtogum Norðurlanda í dag á hliðarlínum leiðtogafundar Atlandshafsbandalagsins í Haag. „Ég hélt fund með leiðtogum Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands,“ skrifar Úkraínuforsetinn en hvergi er minnst á Ísland þó bláan þjóðfána Íslendinga megi sjá í bakgrunni ljósmyndar sem hann hengdi við færsluna. Kristrún átti vissulega að vera viðstödd á fundinum, en samkvæmt svörum frá Kristínu Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra, missti hún því miður af honum þar sem hún hafi þurft að ná flugi heim eftir þéttpakkaða dagskrá leiðtogafundarins í Haag. Kristrún hafi aftur á móti hitt Selenskí í kvöldverðinum í gær. Færsla sem Selenskí birti á X. Þar má sjá fána Úkraínu og fána Norðurlandanna í bakgrunni, þar á meðal þjóðfána Íslendinga. En hvergi er minnst á Ísland í færlsunni og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er ekki að sjá á myndini.Skjáskot/X Kristrún ræddi við fréttastofu fyrr í dag og sagði þar Íslandi hafi gefið skilaboð um að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. Selenskí bætir við í færslu sinni að hann sé þakklátur þjóðarleiðtogum í Norður-Evrópu fyrir þeirra framlag við að ná „réttlátum og varanlegum frið“. Á fundinum hafi leiðtogarnir meðal annars rætt um aukinn hernaðarstuðning við Úkraínu, „fyrst og fremst að styrkja loftvarnir til að vernda mannslíf“, skrifar hann. NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Selenskí birtir færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann greinir frá fundi sem hann átti með þjóðarleiðtogum Norðurlanda í dag á hliðarlínum leiðtogafundar Atlandshafsbandalagsins í Haag. „Ég hélt fund með leiðtogum Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands,“ skrifar Úkraínuforsetinn en hvergi er minnst á Ísland þó bláan þjóðfána Íslendinga megi sjá í bakgrunni ljósmyndar sem hann hengdi við færsluna. Kristrún átti vissulega að vera viðstödd á fundinum, en samkvæmt svörum frá Kristínu Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra, missti hún því miður af honum þar sem hún hafi þurft að ná flugi heim eftir þéttpakkaða dagskrá leiðtogafundarins í Haag. Kristrún hafi aftur á móti hitt Selenskí í kvöldverðinum í gær. Færsla sem Selenskí birti á X. Þar má sjá fána Úkraínu og fána Norðurlandanna í bakgrunni, þar á meðal þjóðfána Íslendinga. En hvergi er minnst á Ísland í færlsunni og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er ekki að sjá á myndini.Skjáskot/X Kristrún ræddi við fréttastofu fyrr í dag og sagði þar Íslandi hafi gefið skilaboð um að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. Selenskí bætir við í færslu sinni að hann sé þakklátur þjóðarleiðtogum í Norður-Evrópu fyrir þeirra framlag við að ná „réttlátum og varanlegum frið“. Á fundinum hafi leiðtogarnir meðal annars rætt um aukinn hernaðarstuðning við Úkraínu, „fyrst og fremst að styrkja loftvarnir til að vernda mannslíf“, skrifar hann.
NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira