Bryndís vill íslenska hermenn á blað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 14:40 Bryndís Haraldsdóttir hefur lengi talað fyrir auknum umsvifum Íslands innan norræns varnarsamstarfs. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka. Bryndís Haraldsdóttir veigrar sér ekki við því að ræða um hernað í íslensku samhengi sem er og hefur frá upphafi verið umdeilt mál hér á landi. Hún segist hafa lagt mikla áherslu á að samhæfa öryggis- og varnarmál Norðurlanda á tíma hennar sem forseti Norðurlandaráðs en hún gegndi því embætti á síðasta ári. Þar mælti hún fyrir því að auka samstarf í hernaðarmálum þvert á Norðurlöndin og samhliða því þátttöku Íslands í slíku samstarfi til að „við sýnum og sönnum enn frekar að við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her.“ Íslenskir hermenn ótiltækir ríkinu Að því marki lagði hun fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um herþjónustu íslenskra ríkisborgara. Í svarinu sem henni barst á dögunum kemur í ljós að íslensk stjórnvöld hafi nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið búi aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur sendi gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þá hafi ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Þetta álítur Bryndís vera sóun. „Það er hægt að horfa á það sem eins konar sóun ef við eigum fólk sem hefur þekkingu annað hvort þannig að það hafi farið í nám hjá erlendum herjum eða fengið þjálfun og jafnvel farið á vígstöðvar. Við ættum að leggja okkur fram við að hafa yfirlit yfir þessa þekkingu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar í faraldrinum Bryndís segir að hægt væri að afla gagna um Íslendinga sem hafa gegnt herþjónustu eða lagt stund á hernám erlendis og útbúa lista sem hægt væri að kalla til. „Það gæti verið svipað og þegar við vorum í faraldrinum og við vorum að óska eftir því að fólk sem væri með hjúkrunarpróf eða læknapróf myndi skrá sig á lista,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki telja að herir vinaþjóða okkar skirrtust við að deila upplýsingum með íslenskum stjórnvöldum. „Ef fólk er skráð enn í herinn og hefur einhverjum skyldum að gegna mætti það væntanlega ekki fara í þjónustu við íslenska ríkið öðruvísi en með samþykki viðkomandi hers. En oft á tíðum er þetta nám og fólk búið að sinna einhverju og er svo frjálst ferða sinna. Ég er að horfa til fólks sem hefur farið í nám eða unnið fyrir nágrannaríki okkar, vinaríki okkar. Ég hef lengi talið lengi fyrir því að við eigum að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ég lagði mig fram við það sem forseti Norðurlandaráðs að leggja sérstaka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði,“ segir hún. Íslendingar þurfi að stilla hugarfarið inn á hernað Í grunninn snúist þetta um að gera Ísland að „verðugri samstarfsaðila“ á sviði varnarmála. „Við sjáum hvað er að gerast núna á NATÓ-fundinum og með öllum þessum yfirlýsingum. Það er auðvitað pressa á það að við sýnum og sönnum enn frekar hvernig við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her,“ Íslendingar horfi upp á breytta heimsmynd sem þeir þurfi að kyngja. „Þetta eru mjög nýjar pælingar fyrir okkur Íslendingar en því miður er þetta sá veruleiki sem við þurfum að setja okkur í. Landsmenn þurfa að sjá mismunandi vinkla á þessu. Það er nauðsynlegt að stilla hugarfarið okkar inn á það að við lifum ekki á friðartímum lengur,“ segir Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Hernaður Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir veigrar sér ekki við því að ræða um hernað í íslensku samhengi sem er og hefur frá upphafi verið umdeilt mál hér á landi. Hún segist hafa lagt mikla áherslu á að samhæfa öryggis- og varnarmál Norðurlanda á tíma hennar sem forseti Norðurlandaráðs en hún gegndi því embætti á síðasta ári. Þar mælti hún fyrir því að auka samstarf í hernaðarmálum þvert á Norðurlöndin og samhliða því þátttöku Íslands í slíku samstarfi til að „við sýnum og sönnum enn frekar að við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her.“ Íslenskir hermenn ótiltækir ríkinu Að því marki lagði hun fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um herþjónustu íslenskra ríkisborgara. Í svarinu sem henni barst á dögunum kemur í ljós að íslensk stjórnvöld hafi nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið búi aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur sendi gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þá hafi ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Þetta álítur Bryndís vera sóun. „Það er hægt að horfa á það sem eins konar sóun ef við eigum fólk sem hefur þekkingu annað hvort þannig að það hafi farið í nám hjá erlendum herjum eða fengið þjálfun og jafnvel farið á vígstöðvar. Við ættum að leggja okkur fram við að hafa yfirlit yfir þessa þekkingu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar í faraldrinum Bryndís segir að hægt væri að afla gagna um Íslendinga sem hafa gegnt herþjónustu eða lagt stund á hernám erlendis og útbúa lista sem hægt væri að kalla til. „Það gæti verið svipað og þegar við vorum í faraldrinum og við vorum að óska eftir því að fólk sem væri með hjúkrunarpróf eða læknapróf myndi skrá sig á lista,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki telja að herir vinaþjóða okkar skirrtust við að deila upplýsingum með íslenskum stjórnvöldum. „Ef fólk er skráð enn í herinn og hefur einhverjum skyldum að gegna mætti það væntanlega ekki fara í þjónustu við íslenska ríkið öðruvísi en með samþykki viðkomandi hers. En oft á tíðum er þetta nám og fólk búið að sinna einhverju og er svo frjálst ferða sinna. Ég er að horfa til fólks sem hefur farið í nám eða unnið fyrir nágrannaríki okkar, vinaríki okkar. Ég hef lengi talið lengi fyrir því að við eigum að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ég lagði mig fram við það sem forseti Norðurlandaráðs að leggja sérstaka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði,“ segir hún. Íslendingar þurfi að stilla hugarfarið inn á hernað Í grunninn snúist þetta um að gera Ísland að „verðugri samstarfsaðila“ á sviði varnarmála. „Við sjáum hvað er að gerast núna á NATÓ-fundinum og með öllum þessum yfirlýsingum. Það er auðvitað pressa á það að við sýnum og sönnum enn frekar hvernig við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her,“ Íslendingar horfi upp á breytta heimsmynd sem þeir þurfi að kyngja. „Þetta eru mjög nýjar pælingar fyrir okkur Íslendingar en því miður er þetta sá veruleiki sem við þurfum að setja okkur í. Landsmenn þurfa að sjá mismunandi vinkla á þessu. Það er nauðsynlegt að stilla hugarfarið okkar inn á það að við lifum ekki á friðartímum lengur,“ segir Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira