Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. júní 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór í viðtal við Kastljós í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda og sagði meðal annars: „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu.“ Hvað er falsfrétt? Við skulum sjá hvað Vísindavefur Háskóla Íslands segir: „Falsfréttir eru ekki einhlítt fyrirbæri því við gerum ýmsar ólíkar kröfur til slíkra upplýsinga: Fréttir eiga að vera sannar, þær eiga ekki að byggjast á lygum, þær eiga að vera vel rökstuddar, og þær eiga helst ekki að vera villandi eða misvísandi. Falsfréttir eru þá fréttir sem ekki standast kröfur af þessu tagi.“ Það að segja eitthvað í falsfréttastíl er því að tefla fram upplýsingum eða orðræðu sem eru ekki sannar og eigi helst ekki að vera villandi eða misvísandi. Stóra atriðið sem er ekki rétt Stjórnarandstaðan brást ókvæða við nokkrum klukkutímum eftir viðtalið og rauk í fundarstjórn forseta á Alþingi. Þar tók fyrst til máls Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, og fór fram á að forseti Alþingis beindi því til forsætisráðherra að hún bendi á „Eitt atriði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt“. Í svipaðan streng tóku talsmenn Miðflokks. Mér er ljúft og skylt að benda stjórnarandstöðunni á fleiri en eitt slíkt atriði. Og nokkur í viðbót. Í fyrsta lagi hefur því ítrekað verið haldið fram að veiðigjöld séu að rúmlega tvöfaldast vegna þess að það eigi að miða við markaðsverð á fiski við útreikning þeirra. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka hafa haldið slíku, eða sambærilegu, fram í pontu við aðra umræðu um veiðigjöld, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. Þessar fullyrðingar eru ekki réttar. Það lá fyrir þegar nefndarálit meirihluta atvinnuveganefndar var birt nokkrum dögum áður en umræðan hófst að ef búið hefði verið að leiðrétta veiðigjöld í fyrra þá hefðu þau verið, eftir allar breytingarnar sem búið er að gera við vandaða þinglega meðferð málsins, 17,7 milljarðar króna í stað 10,3 milljarða króna. Það er ekki tvöföldun og sannarlega ekki rúmlega tvöföldun. Umræddir útreikningar byggja á þeim forsendum sem Skatturinn og atvinnuvegaráðuneytið gefa sér við útreikning eftir að búið er að taka tillit til þeirra breytingartillagna sem atvinnuveganefnd hefur gert á frumvarpinu, og hlífa meðal annars enn frekar litlum og meðalstórum útgerðum. Að láta sem að rétt sé ekki rétt Stjórnarandstaðan ákvað hins vegar að láta sem þessar tölur væru ekki til og líta frekar til talna sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) settu fram degi áður en nefndarálitið var birt. Samkvæmt þeim hefði veiðigjald í fyrra verið um 23 milljarðar króna og færi upp í rúma 25 milljarða króna í ár. Í tilkynningu SFS fylgdu með alvarlegar ásakanir á hendur atvinnuvegaráðuneytinu um að hafa reynt að afvegaleiða Alþingi og að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi stofnana ríkisins, Skattinum og Fiskistofu, til að komast að hentugri niðurstöðu. Þau sögðu brögðin vera í tafli. Morgunblaðið fylgdi því eftir með frétt þar sem sagði að ef ráðherra hefði „ásettu ráði reynt að villa um fyrir þinginu“ væri það afsagnarsök. Þessum ávirðingum var vísað á bug í sameiginlegri yfirlýsingu atvinnuvegaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Skattsins og Fiskistofu þann 16. júní, áður en önnur umræða um veiðigjöldin hófst. Samt ákvað stjórnarandstaðan að tala um rangar og villandi tölur SFS sem staðreyndir, og gera að sínum í umræðu um málið. Nokkur önnur atriði sem eru ekki rétt Þetta er stóra atriðið sem hefur verið rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Og það var endanlega jarðað á miðvikudag þegar Skatturinn mætti fyrir atvinnuveg til að staðfesta að tölur meirihlutans er þær einu réttu. En atriðin hafa verið mun fleiri. Því hefur verið haldið fram að það skorti á greiningar á áhrifum þess að leiðrétta veiðigjöld. Það er rangt. Það hafa verið gerðar umfangsmeiri greiningar en nokkru sinni áður við breytingu á veiðigjöldum samanlagt. Því hefur verið haldið fram blákalt í pontu Alþingis að leiðrétting veiðigjalda snúist um að veikja sjávarútveg til að koma Íslandi inn í ESB. Það er rangt og hefur ekki verið rökstutt með neinu nema innihaldslausum ásökunum. Því hefur verið haldið fram að leiðrétting veiðigjalda muni gera það að verkum að sjávarútvegur í heild muni borga 75 til 80 prósenta tekjuskatt. Það er kolrangt. Í fyrsta lagi er veiðigjald ekki tekjuskattur. Í öðru lagi kemur fram í greiningu sem Deloitte gerði fyrir SFS að veiðigjald, kolefnisgjald og tekjuskattur hefði samtals verið 53,4 prósent hjá 26 stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi, sem greiða 84 prósent veiðigjalds, ef búið hefði verið að leiðrétta veiðigjöld í fyrra. Hægt er að lesa meira um það hér. Því hefur verið haldið fram að málið sé illa unnið og að það hafi ekki verið hlustað á umsagnaraðila. Það er rangt. Frumvarpið hefur fengið vandaða þinglega meðferð, yfir 50 gestir hafa komið fyrir atvinnuveganefnd og það hefur tekið umtalsverðum breytingum sem miða helst að því að draga úr áhrifum á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þær breytingar eru í takti við málefnalegar athugasemdir margra sem hafa skilað umsögnum eða komu fyrir nefndina. Í umræðu um veiðigjöld hefur því líka verið haldið fram að ríkisstjórnin sé að skerða ellilífeyri verkafólks til að fjármagna nýtt örorkukerfi, og er þar vísað, af einhverjum ástæðum, í frumvarp um víxlverkun örorkugreiðslna. Það er kolrangt, líkt og má lesa um hér. Það er í besta falli villandi en sennilega rangt Afar margt í málflutningi stjórnarandstöðu hefur svo í besta falli verið villandi. Því er til að mynda haldið fram að leiðrétt veiðigjöld, sem takast af hagnaði eigenda, muni draga úr verðmætasköpun og sé einhverskonar landsbyggðarskattur. Það eru engar forsendur fyrir því. Rekstur fyrirtækja getur haldið áfram með sama hætti og fjárfesting átt sér stað nema eigendur ákveði að fara í hagræðingu til að viðhalda mikilli arðsemi. Frumvarpið hefur sömuleiðis engin bein áhrif á tekjur sveitarfélaga og fyrir liggur að sitjandi ríkisstjórn ætlar að setja upphæðir sem eru svipaðar þeim sem falla til í veiðigjöld í innviði, að mestu á landsbyggðinni. Því hefur líka verið haldið fram að nær öll arðsemi muni hverfa úr sjávarútvegi ef veiðigjöld verða leiðrétt. Það er rangt. Í áðurnefndum tölum sem Deloitte tók saman fyrir SFS kom fram að rekstrarafkoma stóru fyrirtækjanna 26, sem borga uppistöðuna af veiðigjaldinu, hefði verið jákvæð um 33,6 milljarða króna árið 2023 og 20,5 milljarða króna árið 2024 ef búið hefði verið að leiðrétta veiðigjöld. Deloitte tekur árlega saman tölur um stöðu sjávarútvegs. Samkvæmt síðustu birtu tölum þaðan átti geirinn 449 milljarða króna í eigið fé í lok árs 2022 og allar líkur eru á að það sé nú komið vel yfir 500 milljarða króna. Sameiginlegur hagnaður geirans á árunum 2021 til 2023 var 190 milljarðar króna eftir alla fjárfestingu og greiðslu allra gjalda. Eigendur útgerða greiddu sér út 63 milljarða króna í arð á þessum þremur árum. Staðreyndin er sú að það er gríðarleg umframarðsemi í sjávarútvegi á Íslandi. Það eina sem verið er að gera er að eigandi auðlindarinnar sem verið er að nýta mun fá aðeins meira í sinn hlut en þeir sem leigja hana fá aðeins minna. Þeir munu samt sem áður fá fullt og meiri arðsemi að jafnaði en nær öll önnur fyrirtæki á Íslandi. Hagsmunir nokkurra fjölskyldna og stuðningur þjóðar Hitt atriðið í viðtali forsætisráðherra í Kastljósi sem fór gríðarlega fyrir brjóstið á stjórnarandstöðunni var eftirfarandi setning: „Það verða alltaf ákveðnir hagsmunaaðilar sem að mínu mati og okkar mati eru fyrst og fremst að berjast fyrir hagsmunum kannski fjögurra, fimm fjölskyldna í landinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“ Stjórnarandstaðan tók þetta til sín og bar það að sér að ganga erindi einhverra fjölskyldna. Sumir sögðust aldrei hafa hitt þetta fólk og aðrir ekkert þekkja til þeirra. Ég ætla ekki að draga það í efa. Það liggur hins vegar fyrir að fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag eiga þorra þeirra útgerðarfyrirtækja sem munu borga nær alla viðbótina sem leiðrétt veiðigjöld leiða af sér. Um er að ræða fjölskyldur sem hverfast í kringum Samherjablokkina, Brim og tengd félög, Ísfélagið og Eskju á Eskifirði. Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins, sem er hefur endurómað málflutning SFS að öllu leyti í yfirstandandi umræðu, og ársreikningi Kaupfélagsins, áttu þessir fimm aðilar eigið fé upp á næstum 500 milljarða króna árið 2023. Það má gefa sér að það hafi aukist í fyrra. Vel má vera að stjórnarandstaðan ætli sér ekki að berjast fyrir þessum hópi, en það er staðreynd að mestu hagsmunirnir eru undir hjá honum. Ef það tekst að komast í veg fyrir leiðréttingu veiðigjalda, almenningi öllum til heilla, þá verða það þessar fjórar fjölskyldur og eina kaupfélagið sem munu fyrst og fremst hagnast á því. Svo liggur skýrt fyrir, þrátt fyrir alls kyns aðdróttanir um annað frá stjórnarandstöðu, í könnun eftir könnun eftir könnun að gríðarlegur stuðningur er við þá ákvörðun að leiðrétta veiðigjöld. Það staðfestist enn og aftur í vikunni þegar könnun Maskínu sýndi að 62 prósent landsmanna eru hlynnt frumvarpinu en einungis 24 prósent eru andvíg. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór í viðtal við Kastljós í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda og sagði meðal annars: „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu.“ Hvað er falsfrétt? Við skulum sjá hvað Vísindavefur Háskóla Íslands segir: „Falsfréttir eru ekki einhlítt fyrirbæri því við gerum ýmsar ólíkar kröfur til slíkra upplýsinga: Fréttir eiga að vera sannar, þær eiga ekki að byggjast á lygum, þær eiga að vera vel rökstuddar, og þær eiga helst ekki að vera villandi eða misvísandi. Falsfréttir eru þá fréttir sem ekki standast kröfur af þessu tagi.“ Það að segja eitthvað í falsfréttastíl er því að tefla fram upplýsingum eða orðræðu sem eru ekki sannar og eigi helst ekki að vera villandi eða misvísandi. Stóra atriðið sem er ekki rétt Stjórnarandstaðan brást ókvæða við nokkrum klukkutímum eftir viðtalið og rauk í fundarstjórn forseta á Alþingi. Þar tók fyrst til máls Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, og fór fram á að forseti Alþingis beindi því til forsætisráðherra að hún bendi á „Eitt atriði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt“. Í svipaðan streng tóku talsmenn Miðflokks. Mér er ljúft og skylt að benda stjórnarandstöðunni á fleiri en eitt slíkt atriði. Og nokkur í viðbót. Í fyrsta lagi hefur því ítrekað verið haldið fram að veiðigjöld séu að rúmlega tvöfaldast vegna þess að það eigi að miða við markaðsverð á fiski við útreikning þeirra. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka hafa haldið slíku, eða sambærilegu, fram í pontu við aðra umræðu um veiðigjöld, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. Þessar fullyrðingar eru ekki réttar. Það lá fyrir þegar nefndarálit meirihluta atvinnuveganefndar var birt nokkrum dögum áður en umræðan hófst að ef búið hefði verið að leiðrétta veiðigjöld í fyrra þá hefðu þau verið, eftir allar breytingarnar sem búið er að gera við vandaða þinglega meðferð málsins, 17,7 milljarðar króna í stað 10,3 milljarða króna. Það er ekki tvöföldun og sannarlega ekki rúmlega tvöföldun. Umræddir útreikningar byggja á þeim forsendum sem Skatturinn og atvinnuvegaráðuneytið gefa sér við útreikning eftir að búið er að taka tillit til þeirra breytingartillagna sem atvinnuveganefnd hefur gert á frumvarpinu, og hlífa meðal annars enn frekar litlum og meðalstórum útgerðum. Að láta sem að rétt sé ekki rétt Stjórnarandstaðan ákvað hins vegar að láta sem þessar tölur væru ekki til og líta frekar til talna sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) settu fram degi áður en nefndarálitið var birt. Samkvæmt þeim hefði veiðigjald í fyrra verið um 23 milljarðar króna og færi upp í rúma 25 milljarða króna í ár. Í tilkynningu SFS fylgdu með alvarlegar ásakanir á hendur atvinnuvegaráðuneytinu um að hafa reynt að afvegaleiða Alþingi og að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi stofnana ríkisins, Skattinum og Fiskistofu, til að komast að hentugri niðurstöðu. Þau sögðu brögðin vera í tafli. Morgunblaðið fylgdi því eftir með frétt þar sem sagði að ef ráðherra hefði „ásettu ráði reynt að villa um fyrir þinginu“ væri það afsagnarsök. Þessum ávirðingum var vísað á bug í sameiginlegri yfirlýsingu atvinnuvegaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Skattsins og Fiskistofu þann 16. júní, áður en önnur umræða um veiðigjöldin hófst. Samt ákvað stjórnarandstaðan að tala um rangar og villandi tölur SFS sem staðreyndir, og gera að sínum í umræðu um málið. Nokkur önnur atriði sem eru ekki rétt Þetta er stóra atriðið sem hefur verið rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Og það var endanlega jarðað á miðvikudag þegar Skatturinn mætti fyrir atvinnuveg til að staðfesta að tölur meirihlutans er þær einu réttu. En atriðin hafa verið mun fleiri. Því hefur verið haldið fram að það skorti á greiningar á áhrifum þess að leiðrétta veiðigjöld. Það er rangt. Það hafa verið gerðar umfangsmeiri greiningar en nokkru sinni áður við breytingu á veiðigjöldum samanlagt. Því hefur verið haldið fram blákalt í pontu Alþingis að leiðrétting veiðigjalda snúist um að veikja sjávarútveg til að koma Íslandi inn í ESB. Það er rangt og hefur ekki verið rökstutt með neinu nema innihaldslausum ásökunum. Því hefur verið haldið fram að leiðrétting veiðigjalda muni gera það að verkum að sjávarútvegur í heild muni borga 75 til 80 prósenta tekjuskatt. Það er kolrangt. Í fyrsta lagi er veiðigjald ekki tekjuskattur. Í öðru lagi kemur fram í greiningu sem Deloitte gerði fyrir SFS að veiðigjald, kolefnisgjald og tekjuskattur hefði samtals verið 53,4 prósent hjá 26 stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi, sem greiða 84 prósent veiðigjalds, ef búið hefði verið að leiðrétta veiðigjöld í fyrra. Hægt er að lesa meira um það hér. Því hefur verið haldið fram að málið sé illa unnið og að það hafi ekki verið hlustað á umsagnaraðila. Það er rangt. Frumvarpið hefur fengið vandaða þinglega meðferð, yfir 50 gestir hafa komið fyrir atvinnuveganefnd og það hefur tekið umtalsverðum breytingum sem miða helst að því að draga úr áhrifum á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þær breytingar eru í takti við málefnalegar athugasemdir margra sem hafa skilað umsögnum eða komu fyrir nefndina. Í umræðu um veiðigjöld hefur því líka verið haldið fram að ríkisstjórnin sé að skerða ellilífeyri verkafólks til að fjármagna nýtt örorkukerfi, og er þar vísað, af einhverjum ástæðum, í frumvarp um víxlverkun örorkugreiðslna. Það er kolrangt, líkt og má lesa um hér. Það er í besta falli villandi en sennilega rangt Afar margt í málflutningi stjórnarandstöðu hefur svo í besta falli verið villandi. Því er til að mynda haldið fram að leiðrétt veiðigjöld, sem takast af hagnaði eigenda, muni draga úr verðmætasköpun og sé einhverskonar landsbyggðarskattur. Það eru engar forsendur fyrir því. Rekstur fyrirtækja getur haldið áfram með sama hætti og fjárfesting átt sér stað nema eigendur ákveði að fara í hagræðingu til að viðhalda mikilli arðsemi. Frumvarpið hefur sömuleiðis engin bein áhrif á tekjur sveitarfélaga og fyrir liggur að sitjandi ríkisstjórn ætlar að setja upphæðir sem eru svipaðar þeim sem falla til í veiðigjöld í innviði, að mestu á landsbyggðinni. Því hefur líka verið haldið fram að nær öll arðsemi muni hverfa úr sjávarútvegi ef veiðigjöld verða leiðrétt. Það er rangt. Í áðurnefndum tölum sem Deloitte tók saman fyrir SFS kom fram að rekstrarafkoma stóru fyrirtækjanna 26, sem borga uppistöðuna af veiðigjaldinu, hefði verið jákvæð um 33,6 milljarða króna árið 2023 og 20,5 milljarða króna árið 2024 ef búið hefði verið að leiðrétta veiðigjöld. Deloitte tekur árlega saman tölur um stöðu sjávarútvegs. Samkvæmt síðustu birtu tölum þaðan átti geirinn 449 milljarða króna í eigið fé í lok árs 2022 og allar líkur eru á að það sé nú komið vel yfir 500 milljarða króna. Sameiginlegur hagnaður geirans á árunum 2021 til 2023 var 190 milljarðar króna eftir alla fjárfestingu og greiðslu allra gjalda. Eigendur útgerða greiddu sér út 63 milljarða króna í arð á þessum þremur árum. Staðreyndin er sú að það er gríðarleg umframarðsemi í sjávarútvegi á Íslandi. Það eina sem verið er að gera er að eigandi auðlindarinnar sem verið er að nýta mun fá aðeins meira í sinn hlut en þeir sem leigja hana fá aðeins minna. Þeir munu samt sem áður fá fullt og meiri arðsemi að jafnaði en nær öll önnur fyrirtæki á Íslandi. Hagsmunir nokkurra fjölskyldna og stuðningur þjóðar Hitt atriðið í viðtali forsætisráðherra í Kastljósi sem fór gríðarlega fyrir brjóstið á stjórnarandstöðunni var eftirfarandi setning: „Það verða alltaf ákveðnir hagsmunaaðilar sem að mínu mati og okkar mati eru fyrst og fremst að berjast fyrir hagsmunum kannski fjögurra, fimm fjölskyldna í landinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“ Stjórnarandstaðan tók þetta til sín og bar það að sér að ganga erindi einhverra fjölskyldna. Sumir sögðust aldrei hafa hitt þetta fólk og aðrir ekkert þekkja til þeirra. Ég ætla ekki að draga það í efa. Það liggur hins vegar fyrir að fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag eiga þorra þeirra útgerðarfyrirtækja sem munu borga nær alla viðbótina sem leiðrétt veiðigjöld leiða af sér. Um er að ræða fjölskyldur sem hverfast í kringum Samherjablokkina, Brim og tengd félög, Ísfélagið og Eskju á Eskifirði. Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins, sem er hefur endurómað málflutning SFS að öllu leyti í yfirstandandi umræðu, og ársreikningi Kaupfélagsins, áttu þessir fimm aðilar eigið fé upp á næstum 500 milljarða króna árið 2023. Það má gefa sér að það hafi aukist í fyrra. Vel má vera að stjórnarandstaðan ætli sér ekki að berjast fyrir þessum hópi, en það er staðreynd að mestu hagsmunirnir eru undir hjá honum. Ef það tekst að komast í veg fyrir leiðréttingu veiðigjalda, almenningi öllum til heilla, þá verða það þessar fjórar fjölskyldur og eina kaupfélagið sem munu fyrst og fremst hagnast á því. Svo liggur skýrt fyrir, þrátt fyrir alls kyns aðdróttanir um annað frá stjórnarandstöðu, í könnun eftir könnun eftir könnun að gríðarlegur stuðningur er við þá ákvörðun að leiðrétta veiðigjöld. Það staðfestist enn og aftur í vikunni þegar könnun Maskínu sýndi að 62 prósent landsmanna eru hlynnt frumvarpinu en einungis 24 prósent eru andvíg. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun