Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir, Hreiðar Þór Valtýsson og Þór Heiðar Ásgeirsson skrifa 27. júní 2025 08:00 Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Þróunarsamvinna Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun