Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir, Hreiðar Þór Valtýsson og Þór Heiðar Ásgeirsson skrifa 27. júní 2025 08:00 Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Þróunarsamvinna Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun