Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 12:19 Marius Borg Høiby er í klandri. EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar. Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar.
Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira