Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 15:30 Maðurinn er sagður hafa verið í geðrofi þegar árásirnar áttu sér stað. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira