Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2025 20:17 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Einar Barnamálaráðherra hyggst bregðast við mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Hann segir tölurnar sláandi og mikið áhyggjuefni. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað gríðarlega síðustu tvö ár eða um fimmtán hundruð. Í fyrra bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mesta fjölgunin varðar neyslu barna á vímuefnum. Barnamálaráðherra segir tölurnar sláandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það er eitt og eitt gott í þessu. Börnin eru farin að tilkynna meira sjálf og þar af leiðandi getum við gripið fyrr inn í og áður en þetta verður mikið vandamá log það er eitt af því góða í þessu en þetta er mikið áhyggjuefni.“ Mikilvægt sé að stíga fast til jarðar og bregðast hratt við. „Það var verið að stofna farsældarráð í Reykjanesbæ, frábærlega flott hjá þeim og þau tóku unglingana með inn í þetta, þetta er bara virkilega flott og þetta verða svona sjö ráð um allt land og nú þurfum við bara að drífa í því vegna þess að þessi ráð eru einmitt til að grípa í svona mál um leið og þau ske.“ Tilkynningum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Ráðherra segir sérstaklega til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við þar. „Við munum skoða allt saman, velta öllum steinum við. Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar og Flokks fólksins, að taka á málefnum barna og við munum alveg pottþétt gera það.“ Getum við gert ráð fyrir því að þú munir kynna aðgerðir í haust? „Bara fljótt, eins fljótt og auðið er, helst innan eins stutts tíma og hægt er. Ég skal alveg lofa því að við munum gera allt sem við getum til að bregðast við þessu.“ Barnavernd Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í vikunni að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað gríðarlega síðustu tvö ár eða um fimmtán hundruð. Í fyrra bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mesta fjölgunin varðar neyslu barna á vímuefnum. Barnamálaráðherra segir tölurnar sláandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það er eitt og eitt gott í þessu. Börnin eru farin að tilkynna meira sjálf og þar af leiðandi getum við gripið fyrr inn í og áður en þetta verður mikið vandamá log það er eitt af því góða í þessu en þetta er mikið áhyggjuefni.“ Mikilvægt sé að stíga fast til jarðar og bregðast hratt við. „Það var verið að stofna farsældarráð í Reykjanesbæ, frábærlega flott hjá þeim og þau tóku unglingana með inn í þetta, þetta er bara virkilega flott og þetta verða svona sjö ráð um allt land og nú þurfum við bara að drífa í því vegna þess að þessi ráð eru einmitt til að grípa í svona mál um leið og þau ske.“ Tilkynningum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Ráðherra segir sérstaklega til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við þar. „Við munum skoða allt saman, velta öllum steinum við. Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar og Flokks fólksins, að taka á málefnum barna og við munum alveg pottþétt gera það.“ Getum við gert ráð fyrir því að þú munir kynna aðgerðir í haust? „Bara fljótt, eins fljótt og auðið er, helst innan eins stutts tíma og hægt er. Ég skal alveg lofa því að við munum gera allt sem við getum til að bregðast við þessu.“
Barnavernd Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira