Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. júní 2025 11:01 Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar. Markmiðið virðist í fyrstu bæði réttlátt og mannúðlegt: að bæta stöðu örorkulífeyrisþega. En undir yfirborðinu krauma alvarlegar afleiðingar sem varða réttindi annarra lífeyrisþega, sjálfbærni kerfisins og jafnvel stjórnarskrárvarin eignarréttindi. Frá eldri borgurum til örorkulífeyrisþega Eins og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur bent á felur frumvarpið í sér beina tilfærslu fjármuna frá ellilífeyrisþegum yfir til örorkulífeyrisþega. Í umsögn hans til Alþingis segir meðal annars: „Augljóst er að þyngri örorkubyrði hlýtur að skerða annan lífeyri. Þannig felur frumvarpið í sér tilfærslu frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og í raun eignaupptöku. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að verið að færa stórum hluta örorkulífeyrisþega meiri greiðslur en þeir fengu áður en þeir urðu fyrir orkutapi.“ Þetta brýtur jafnframt gegn meginreglu skaðabótaréttar: að enginn skuli verða fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir það. Frumvarpið býður hins vegar upp á að stór hluti örorkulífeyrisþega fái hærri greiðslur en fyrri laun þeirra voru. Ekki má svo gleyma því að Tryggingastofnun mun áfram taka tillit til tekna úr lífeyrissjóðum til skerðingar á bótum. Ólík áhrif milli sjóða Áhrifin verða einkum á sjóðum sem þegar bera þunga örorkubyrði, svo sem Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Samkvæmt mati Benedikts Jóhannessonar (Talnakönnun) gæti tryggingafræðileg staða þessara sjóða versnað um 5–7%, sem leiddi til skerðingar á greiðslum til annarra sjóðfélaga og ekki síst eldri borgara. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfbært að auka réttindi eins hóps með því að rýra réttindi annars. Lífeyriskerfið byggir á samtryggingu og forsendum um jafnræði. Ef sjóðir missa möguleikann á að samræma greiðslur við almannatryggingar brotnar sú grunnforsenda. Ellilífeyrir er stjórnarskrárvarin eign Ellilífeyrir telst stjórnarskrárvarin eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði réttindum ellilífeyrisþega raskað með þessum hætti, án nægilegrar jöfnunar eða lagastoðar, getur ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. Þetta er lagalegt álitaefni sem vert er að taka alvarlega Veikt traust og veikari hvatar Frumvarpið hefur einnig áhrif á hegðun einstaklinga og kerfishvata. Ef greiðslur til örorkulífeyrisþega verða óháðar fyrri tekjum og öðrum stuðningi, dregur það úr hvatningu til endurhæfingar og þátttöku á vinnumarkaði. Samhliða því rýrnar traust almennings til kerfisins, sérstaklega þegar í ljós kemur að sambærileg iðgjöld leiða til ósambærilegra réttinda. Engin jöfnun og engin lausn Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026–2030 kemur skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til jöfnunar örorkubyrði árið 2026. Þó er rétt að nefna að nú stendur yfir vinna við endurskoðun jöfnunarframlaga, þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðu. Ekki er því ljóst hver áhrifin verða á afkomumarkmið ríkissjóðs (um milljarða króna er að ræða), sem þegar virðast vera í hættu. Það má vilja gott en framkvæma það vel Það er sjálfsagt og eðlilegt að bæta kjör örorkulífeyrisþega en það verður að gera með ábyrgum hætti, með sanngjarnri skiptingu byrða og í sátt við aðra þætti kerfisins. Annars verður góð hugsun að vondri niðurstöðu. Við getum ekki byggt upp traust lífeyriskerfi á ósamræmi og óskýrleika. Slíkt mun ekki aðeins grafa undan réttindum ellilífeyrisþega heldur veikja kerfið í heild sinni. Við hljótum að geta gert betur Til lengri tíma litið hefur þessi tilfærsla neikvæð áhrif á bæði almannatryggingar og lífeyrissjóði. Hún getur stuðlað að aukinni örorku, veikara trausti og lægri greiðslum til framtíðarlífeyrisþega. Enn fremur virðist frumvarpið hafa verið samið án fullnægjandi greininga eða vandaðs samráðsferlis. Slíkt verklag, sem virðist eiga sér stað ítrekað í frumvörpum vorþingsins 2025, vekur ugg. Verstu áhrif frumvarpsins eru þó þau að verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum sem er í raun skammarlegt. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar. Markmiðið virðist í fyrstu bæði réttlátt og mannúðlegt: að bæta stöðu örorkulífeyrisþega. En undir yfirborðinu krauma alvarlegar afleiðingar sem varða réttindi annarra lífeyrisþega, sjálfbærni kerfisins og jafnvel stjórnarskrárvarin eignarréttindi. Frá eldri borgurum til örorkulífeyrisþega Eins og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur bent á felur frumvarpið í sér beina tilfærslu fjármuna frá ellilífeyrisþegum yfir til örorkulífeyrisþega. Í umsögn hans til Alþingis segir meðal annars: „Augljóst er að þyngri örorkubyrði hlýtur að skerða annan lífeyri. Þannig felur frumvarpið í sér tilfærslu frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og í raun eignaupptöku. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að verið að færa stórum hluta örorkulífeyrisþega meiri greiðslur en þeir fengu áður en þeir urðu fyrir orkutapi.“ Þetta brýtur jafnframt gegn meginreglu skaðabótaréttar: að enginn skuli verða fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir það. Frumvarpið býður hins vegar upp á að stór hluti örorkulífeyrisþega fái hærri greiðslur en fyrri laun þeirra voru. Ekki má svo gleyma því að Tryggingastofnun mun áfram taka tillit til tekna úr lífeyrissjóðum til skerðingar á bótum. Ólík áhrif milli sjóða Áhrifin verða einkum á sjóðum sem þegar bera þunga örorkubyrði, svo sem Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Samkvæmt mati Benedikts Jóhannessonar (Talnakönnun) gæti tryggingafræðileg staða þessara sjóða versnað um 5–7%, sem leiddi til skerðingar á greiðslum til annarra sjóðfélaga og ekki síst eldri borgara. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfbært að auka réttindi eins hóps með því að rýra réttindi annars. Lífeyriskerfið byggir á samtryggingu og forsendum um jafnræði. Ef sjóðir missa möguleikann á að samræma greiðslur við almannatryggingar brotnar sú grunnforsenda. Ellilífeyrir er stjórnarskrárvarin eign Ellilífeyrir telst stjórnarskrárvarin eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði réttindum ellilífeyrisþega raskað með þessum hætti, án nægilegrar jöfnunar eða lagastoðar, getur ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. Þetta er lagalegt álitaefni sem vert er að taka alvarlega Veikt traust og veikari hvatar Frumvarpið hefur einnig áhrif á hegðun einstaklinga og kerfishvata. Ef greiðslur til örorkulífeyrisþega verða óháðar fyrri tekjum og öðrum stuðningi, dregur það úr hvatningu til endurhæfingar og þátttöku á vinnumarkaði. Samhliða því rýrnar traust almennings til kerfisins, sérstaklega þegar í ljós kemur að sambærileg iðgjöld leiða til ósambærilegra réttinda. Engin jöfnun og engin lausn Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026–2030 kemur skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til jöfnunar örorkubyrði árið 2026. Þó er rétt að nefna að nú stendur yfir vinna við endurskoðun jöfnunarframlaga, þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðu. Ekki er því ljóst hver áhrifin verða á afkomumarkmið ríkissjóðs (um milljarða króna er að ræða), sem þegar virðast vera í hættu. Það má vilja gott en framkvæma það vel Það er sjálfsagt og eðlilegt að bæta kjör örorkulífeyrisþega en það verður að gera með ábyrgum hætti, með sanngjarnri skiptingu byrða og í sátt við aðra þætti kerfisins. Annars verður góð hugsun að vondri niðurstöðu. Við getum ekki byggt upp traust lífeyriskerfi á ósamræmi og óskýrleika. Slíkt mun ekki aðeins grafa undan réttindum ellilífeyrisþega heldur veikja kerfið í heild sinni. Við hljótum að geta gert betur Til lengri tíma litið hefur þessi tilfærsla neikvæð áhrif á bæði almannatryggingar og lífeyrissjóði. Hún getur stuðlað að aukinni örorku, veikara trausti og lægri greiðslum til framtíðarlífeyrisþega. Enn fremur virðist frumvarpið hafa verið samið án fullnægjandi greininga eða vandaðs samráðsferlis. Slíkt verklag, sem virðist eiga sér stað ítrekað í frumvörpum vorþingsins 2025, vekur ugg. Verstu áhrif frumvarpsins eru þó þau að verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum sem er í raun skammarlegt. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun