Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar 28. júní 2025 21:30 Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ómar Torfason Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun