Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 10:55 Eiríkur Jónsson skrifaði grein á vef sinn þar sem hann sagði að Halla forseti hefði mætt með lífverði í sund. Vísir/Samsett Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki. Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Eiríkur, sem var áður ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt, greindi frá því á vef sínum Eirikurjonsson.is í gær að Halla Tómasdóttir hefði farið í sund í Álftalneslaug á fimmtudag og haft í för með sér tvo lífverði. „Þetta er nýjung,“ var haft eftir einum sundlaugargesti í fréttinni. Mannlíf og DV greindu einnig frá meintu lífvörðunum og vísuðu í miðil Eiríks. „Vitleysa“ Nú hefur fréttin um meinta lífverði Höllu verið fjarlægð af vef Eiríks og í hennar stað er grein sem ber yfirskriftina „Fyrirgefðu forseti — Leiðrétting“. Þar er haft upp úr skeyti frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara: „Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum.“ Og Eiríkur hefur hlýtt og tekið greinina niður. Ekki lífvörður heldur dóttir forsetans Í svörum forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að forseti Íslands sé ekki með lífverði, heldur hafi Halla verið í sundi með dóttur sinni. „Á fimmtudaginn var, fór forseti í Álftaneslaugina í fyrsta sinn eftir að hún tók við embætti og með henni var dóttir hennar. Þær fóru á bíl dótturinnar og voru tvær einar, en ræddu að sjálfsögðu við sundlaugagesti í pottunum,“ segir Sif forsetaritari í svari sínu. Vísir leitaði viðbragða frá Eiríki vegna málsins, sem sagðist ekki ætla að tjá sig. Lægi honum nokkuð á hjarta myndi hann notast við sinn eigin fjölmiðil. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svör bárust frá forsetaembættinu og Eiríki.
Halla Tómasdóttir Fjölmiðlar Forseti Íslands Sundlaugar og baðlón Garðabær Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent