Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2025 06:50 Musk gaf 300 milljónir dollara í kosningasjóði Repúblikana í fyrra. Nú kann svo að fara að auðjöfurinn muni beita fjármunum sínum gegn flokknum í næstu kosningum. Getty Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira