Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa 1. júlí 2025 10:32 Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun