Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. júlí 2025 14:01 Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun