Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 21:59 Sindri Þór Sigríðarson hefur játað að hafa dregið að sér fé í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Vísir/Vilhelm Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. „Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“ Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
„Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“
Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58