Fótbolti

„Þetta er svekkjandi“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tapið í kvöld. Valsmenn voru töluvert betri þegar líða fór á leikinn og áttu Stjörnumenn fá svör við leik heimamanna.

„Við hefðum geta haldið betur í boltann og verið hreyfanlegri. Það vantaði einnig upp á bæði sóknarleikinn og varnarleikinn. Við komumst of sjaldan í færi, við komum okkur í ágætis stöður en það telur því miður ekki neitt.“

„Mér fannst frammistaðan okkar ágæt en Valsliðið var gott í dag og þeir gerðu okkur erfitt fyrir. Þetta er svekkjandi.“

„Eins og alltaf eftir leiki hvort sem við vinnum eða töpum, þá rýnum við í það sem við getum gert betur og reynum að vera betri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×