Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 12:01 Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur í íslenska liðinu ætla sér langt á EM og því gæti fylgt góður fjárhagslegur bónus. vísir/Anton EM kvenna í fótbolta hefst í dag þegar Ísland mætir Finnlandi klukkan 16 að íslenskum tíma. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tryggir nú í fyrsta sinn að allir leikmenn á mótinu fái hluta af verðlaunafénu sem í boði er. Verðlaunaféð hefur þar að auki verið stóraukið frá fyrri mótum. Í ár verður alls 41 milljón evra útdeilt, eða rúmum 5,8 milljörðum króna, sem er mikið meira en á síðasta Evrópumóti þegar alls 16 milljónir evra voru í verðlaunafé. Þegar Ísland keppti á EM í Hollandi 2017 skiptu þjóðirnar á mótinu með sér samtals 8 milljónum evra, svo stökkin hafa verið stór frá síðustu mótum. Ísland hefur þegar tryggt sér 1,8 milljón evra, eða um 256 milljónir króna, fyrir að komast á mótið. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni, þar sem Ísland mætir Finnlandi, Sviss og Noregi, getur svo gefið aukið fé sem og það að komast í 8-liða úrslit og hvað þá lengra. Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið. Hæsta upphæð sem eitt lið getur fengið, með því að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og verða Evrópumeistari, er því 5,1 milljón evra eða 725 milljónir króna. Verða að borga leikmönnum sinn hlut UEFA hefur svo sett þá reglu að KSÍ og önnur aðildarsambönd verði að sjá til þess að leikmenn fái 30-40 prósent af heildarverðlaunafénu. Ef lið komast í útsláttarkeppnina er mælst til þess að leikmenn fái að lágmarki 35 prósent. Ef við ímyndum okkur að Ísland vinni tvo leiki í sínum riðli og komist í 8-liða úrslit á mótinu, en falli þar úr leik, myndi KSÍ því til dæmis fá samtals 2*100 + 550 + 1.800 = 2.550 þúsund evrur eða yfir 360 milljónir króna. Þar af fengju leikmennirnir 23 í íslenska hópnum væntanlega að lágmarki 35% eða 126 milljónir króna til að skipta á milli sín. Það jafngildir 5,5 milljónum króna að meðaltali á mann og sú upphæð myndi að sjálfsögðu hækka ef Ísland kæmist enn lengra. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31 „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Osasuna | Alonso snýr aftur í La Liga Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
Verðlaunaféð hefur þar að auki verið stóraukið frá fyrri mótum. Í ár verður alls 41 milljón evra útdeilt, eða rúmum 5,8 milljörðum króna, sem er mikið meira en á síðasta Evrópumóti þegar alls 16 milljónir evra voru í verðlaunafé. Þegar Ísland keppti á EM í Hollandi 2017 skiptu þjóðirnar á mótinu með sér samtals 8 milljónum evra, svo stökkin hafa verið stór frá síðustu mótum. Ísland hefur þegar tryggt sér 1,8 milljón evra, eða um 256 milljónir króna, fyrir að komast á mótið. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni, þar sem Ísland mætir Finnlandi, Sviss og Noregi, getur svo gefið aukið fé sem og það að komast í 8-liða úrslit og hvað þá lengra. Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið. Hæsta upphæð sem eitt lið getur fengið, með því að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og verða Evrópumeistari, er því 5,1 milljón evra eða 725 milljónir króna. Verða að borga leikmönnum sinn hlut UEFA hefur svo sett þá reglu að KSÍ og önnur aðildarsambönd verði að sjá til þess að leikmenn fái 30-40 prósent af heildarverðlaunafénu. Ef lið komast í útsláttarkeppnina er mælst til þess að leikmenn fái að lágmarki 35 prósent. Ef við ímyndum okkur að Ísland vinni tvo leiki í sínum riðli og komist í 8-liða úrslit á mótinu, en falli þar úr leik, myndi KSÍ því til dæmis fá samtals 2*100 + 550 + 1.800 = 2.550 þúsund evrur eða yfir 360 milljónir króna. Þar af fengju leikmennirnir 23 í íslenska hópnum væntanlega að lágmarki 35% eða 126 milljónir króna til að skipta á milli sín. Það jafngildir 5,5 milljónum króna að meðaltali á mann og sú upphæð myndi að sjálfsögðu hækka ef Ísland kæmist enn lengra.
Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31 „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Osasuna | Alonso snýr aftur í La Liga Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31
„Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15