Fótbolti

Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Feðgarnir Brynjar og Ómar ásamt Rob Holding kærasta Sveindísar Jane.
Feðgarnir Brynjar og Ómar ásamt Rob Holding kærasta Sveindísar Jane.

„Ég er stressaður,“ segir Brynjar Ómarsson, sonur Dagnýjar Brynjarsdóttir, leikmann íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Kvennalið okkar mætir Finnum í fyrsta leik á EM í Thun klukkan fjögur í dag. Brynjar er viss um að stelpurnar nái að leggja Finna að velli í dag.

„Ætli ég sé ekki að verða reynslumesti aðdáandi liðsins. Við erum að koma í fjórða skipti á svona stórmót. Við erum ótrúlega spenntir fyrir þessu og þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Þetta verður alltaf aðeins meira krefjandi með hverju mótinu. Börnunum hefur fjölgað. En við erum spenntir fyrir leiknum á eftir,“ segir Ómar Páll Sigurbjartsson eiginmaður Dagnýjar í viðtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann Sýnar við stuðningsmannasvæðið í Thun.

„Uppbyggingin á þessu íslenska landsliði er klárlega í þá átt að það er stutt í það að við förum að ná í alvöru úrslit. Vonandi er þetta mótið sem við getum sýnt raunverulega hvað við getum. Það væri gaman að ná í fimm stig en fjögur ættu að vera nóg til að komast upp úr riðlinum, og þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss. Ég spáði 2-2 áðan, það var einhver tilfinning en við sjáum til.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við þá feðga.

Klippa: Feðgarnir spenntir fyrir leiknum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×