„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Agnar Már Másson skrifar 2. júlí 2025 16:55 Bryndís Haraldsdóttir hefur verið mjög virk í umræðum um veiðigjöldin. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. „Jú, jú, þetta er orðið málþóf,“ svaraði Bryndís aðspurð í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Mér finnst ekkert gaman að vera í málþófi en þetta er málþóf.“ Þú viðurkennir það alveg? „Já, já, ég viðurkenni það alveg. Ég er komin í hvað, tuttugu og sex ræður? Þetta er málþóf“ Gömul skoðanagrein Bryndísar frá 2019, þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu, er í dag mest lesna skoðanagreinin á Vísi þar sem hún sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Skipti um skoðun á grein 71 Grein Bryndísar hefur verið rifjuð upp í samhengi við umræðu um breytingar á veiðigjöldum á Alþingi sem er orðin að þriðju lengstu umræðu síðari ára á þinginu. Stjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf á meðan stjórnarandstaðan segjast ekki geta hleypt illa undirbúnu stórmáli fyrir þjóðina í gegn umræðulaust. Hún segist í dag hafa skipt um skoðun og vill ekki að þessari grein verði beitt í dag. „Við skulum muna hvað gerðist þarna. Þessari grein var ekki beitt. Það var samið.“ Þar velti hún fyrir sér beitingu 71. greinar þingskapalaga sem heimilar forseta þingsins að takmarka umræður eins og sjá má að neðan. 71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf,“ svaraði Bryndís aðspurð í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Mér finnst ekkert gaman að vera í málþófi en þetta er málþóf.“ Þú viðurkennir það alveg? „Já, já, ég viðurkenni það alveg. Ég er komin í hvað, tuttugu og sex ræður? Þetta er málþóf“ Gömul skoðanagrein Bryndísar frá 2019, þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu, er í dag mest lesna skoðanagreinin á Vísi þar sem hún sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Skipti um skoðun á grein 71 Grein Bryndísar hefur verið rifjuð upp í samhengi við umræðu um breytingar á veiðigjöldum á Alþingi sem er orðin að þriðju lengstu umræðu síðari ára á þinginu. Stjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf á meðan stjórnarandstaðan segjast ekki geta hleypt illa undirbúnu stórmáli fyrir þjóðina í gegn umræðulaust. Hún segist í dag hafa skipt um skoðun og vill ekki að þessari grein verði beitt í dag. „Við skulum muna hvað gerðist þarna. Þessari grein var ekki beitt. Það var samið.“ Þar velti hún fyrir sér beitingu 71. greinar þingskapalaga sem heimilar forseta þingsins að takmarka umræður eins og sjá má að neðan. 71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira