Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Árni Jóhannsson skrifar 2. júlí 2025 18:45 Ingibjörg Sigurðardóttir tók við fyrirliðabandinu eftir að Glódís fór útaf. Vísir / Anton Brink Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með niðurstöðuna þegar íslenska landsliðið tapaði gegn Finnum 0-1 í fyrsta leik EM2025 í Sviss. Liðið náði ekki miklum takti í sinn leik og varð fyrir miklum skakkaföllum í seinni hálfleik sem gerðu verkefnið erfiðara en Ingibjörg gat verið stolt af stelpunum. „Ég er ennþá svona að melta þetta en þetta er gríðarlega svekkjandi. Ákveðinn skellur bara“, var það fyrsta sem Ingibjörg sagði við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Ingibjörg var spurð að því hvernig henni fannst frammistaða liðsins í heild sinni. „Þetta byrjaði brösulega og mér fannst við ekki komast á ról í fyrri hálfleik. Við vissum svosem að þetta gæti verið erfitt í byrjun. Fyrsti leikur á stórmóti og svona. Síðan missum við Glódísi út og það er auðvitað högg og svo missum við Hildi fljótlega eftir það þannig að það var erfitt að komast af stað. En mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og bara gríðarlega stolt af stelpunum.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Ingibjörg eftir leik gegn Finnlandi Leikurinn var erfiður og það er því líklegt að hausarnir á stelpunum séu þungir inn í klefa eftir leik. „Auðvitað, við erum með unga leikmenn sem eru á sínu fyrsta stórmóti en þetta er fyrsti leikur. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk eins og þau segja.“ Það voru stór áföll fyrir liðið í leiknum og var Ingibjörg beðin um að lýsa rauða spjaldinu sem Hildur Antonsdóttir fékk á sig en hún fékk tvö gul spjöld og það var mikill vafi á því hvað hafi gerst. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Dómarinn talaði um groddaralega tæklingu og sagðist viss um að það hafi verið Hildur þó okkur hafi sýnst þetta vera Karó. Ég bara skil þetta ekki alveg. Ég þarf að sjá þetta aftur en þetta er hrikalega svekkjandi.“ Það hlýtur þá erfitt að vera að eiga við þetta óréttlæti inn á vellinum? „Já auðvitað er þetta skellur. En eins og ég segi þá fannst mér við leysa vel úr því og skapa okkur hálffæri og fengum skot á mark og þær áttu í raun ekkert í seinni nema þetta mark. Sem er líka ógeðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Takturinn hlýtur að hafa riðlast þegar Glódís Perla fer af velli. Gat Ingibjörg lýst því hvað var í gangi með Glódísi en hún þurfti t.a.m. að skipta um stuttbuxur? „Glódís er bara búin að vera hálf lasin síðustu daga og búin að reyna allt sem hún getur til að vera með. Bara ótrúlegt að hún hafi náð þessum leik. Hún sýndi þar hvað hún er mikill liðsfélagi og karakter hún er. Þannig að hún var mjög veik, orkulaus og þetta var erfitt fyrir hana. Hún var alveg búin á því í hálfleik og það eru tveir leikir eftir og við viljum hafa hana klára í þeim leikjum þannig að við ætluðum ekki alveg að drepa hana.“ Hvernig metur Ingibjörg framhaldið? Þarf ekki vera fljótt að rífa sig upp eftir þennan leik? „Jú algjörlega. Við þurfum að taka það jákvæða út úr þessum leik og svo skoða hvað við getum gert betur. Þetta var bara fyrsti leikur og það er allt opið í þessu. Bara áfram gakk.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
„Ég er ennþá svona að melta þetta en þetta er gríðarlega svekkjandi. Ákveðinn skellur bara“, var það fyrsta sem Ingibjörg sagði við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Ingibjörg var spurð að því hvernig henni fannst frammistaða liðsins í heild sinni. „Þetta byrjaði brösulega og mér fannst við ekki komast á ról í fyrri hálfleik. Við vissum svosem að þetta gæti verið erfitt í byrjun. Fyrsti leikur á stórmóti og svona. Síðan missum við Glódísi út og það er auðvitað högg og svo missum við Hildi fljótlega eftir það þannig að það var erfitt að komast af stað. En mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og bara gríðarlega stolt af stelpunum.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Ingibjörg eftir leik gegn Finnlandi Leikurinn var erfiður og það er því líklegt að hausarnir á stelpunum séu þungir inn í klefa eftir leik. „Auðvitað, við erum með unga leikmenn sem eru á sínu fyrsta stórmóti en þetta er fyrsti leikur. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk eins og þau segja.“ Það voru stór áföll fyrir liðið í leiknum og var Ingibjörg beðin um að lýsa rauða spjaldinu sem Hildur Antonsdóttir fékk á sig en hún fékk tvö gul spjöld og það var mikill vafi á því hvað hafi gerst. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Dómarinn talaði um groddaralega tæklingu og sagðist viss um að það hafi verið Hildur þó okkur hafi sýnst þetta vera Karó. Ég bara skil þetta ekki alveg. Ég þarf að sjá þetta aftur en þetta er hrikalega svekkjandi.“ Það hlýtur þá erfitt að vera að eiga við þetta óréttlæti inn á vellinum? „Já auðvitað er þetta skellur. En eins og ég segi þá fannst mér við leysa vel úr því og skapa okkur hálffæri og fengum skot á mark og þær áttu í raun ekkert í seinni nema þetta mark. Sem er líka ógeðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Takturinn hlýtur að hafa riðlast þegar Glódís Perla fer af velli. Gat Ingibjörg lýst því hvað var í gangi með Glódísi en hún þurfti t.a.m. að skipta um stuttbuxur? „Glódís er bara búin að vera hálf lasin síðustu daga og búin að reyna allt sem hún getur til að vera með. Bara ótrúlegt að hún hafi náð þessum leik. Hún sýndi þar hvað hún er mikill liðsfélagi og karakter hún er. Þannig að hún var mjög veik, orkulaus og þetta var erfitt fyrir hana. Hún var alveg búin á því í hálfleik og það eru tveir leikir eftir og við viljum hafa hana klára í þeim leikjum þannig að við ætluðum ekki alveg að drepa hana.“ Hvernig metur Ingibjörg framhaldið? Þarf ekki vera fljótt að rífa sig upp eftir þennan leik? „Jú algjörlega. Við þurfum að taka það jákvæða út úr þessum leik og svo skoða hvað við getum gert betur. Þetta var bara fyrsti leikur og það er allt opið í þessu. Bara áfram gakk.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24
Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31