Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Árni Jóhannsson skrifar 2. júlí 2025 19:13 Sveindís fékk ekki úr miklu að moða í dag en lítur björtum augum fram á veginn. Vísir / Anton Brink Það var auðvitað fúlt fyrir leikmenn íslenska landsliðsins að tapa fyrsta leiknum á EM í Sviss. Sveindís Jane sat lengi vel og íhugaði hvað hafði getað farið betur. Hún fékk úr litlu að moða á löngum köflum og náði ekki að nýta besta færi leiksins í 0-1 tapi gegn Finnum. Sveindís var spurð að því hvað hún hafi verið að hugsa strax eftir leik. Hún lá í grasinu lengi eftir leik, augljóslega svekkt. „Bara fúlt að tapa. Erfiður leikur og það er bara ekki gaman að tapa og sérstaklega í svona mikilvægum leik. Við verðum bara að halda áfram og upp með hausinn.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Sveindís Jane eftir tapið gegn Finnlandi Því næst var athyglinni beint að frammistöðu liðsins og var Sveindís spurð að því hvort liðið hafi náð að gera það sem lagt var upp með. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera svolítið villtur hjá báðum liðum. Þær fá einhver færi en Cessa ver vel. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en við mætum miklu grimmari í seinni hálfleik, fáum þetta rauða spjald sem tekur okkar leika alveg niður. Við þurftum að hlaupa dálítið eftir það og svo skora þær mark beint í vinkilinn, óverjandi. Svo næ ég ekki að nýta færi sem ég átti að gera betur í. Svona er þetta.“ En var eitthvað hægt að setja út á rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttir fékk? „Ég bara veit ekki hvað gerðist og get ekkert sagt. Þetta var bara á mjög vondum tímapunkti og sló okkur út á laginu.“ Eftir svona erfið úrslit er þá ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr leiknum, eins og það hvernig liðið beit frá sér manni færri? „Alveg 100%. Þær gera ekki mikið eftir að við verðum færri, nema að skora, og við eiginlega bara eflumst eftir það. Við vissum að við þyrftum að sækja til að ná að jafna en það gekk ekki í dag.“ Má ekki segja að markið hafi legið í loftinu? Finnarnir ógnuðu mikið upp vinstri kantinn þaðan sem markið kom. „Já já, mér fannst við samt ekki gera neitt hættulegt, þær vilja halda boltanum eins og við vissum fyrirfram, spila inn á miðju en jú þegar maður er færri þá koma færin á mann. Hún klárar þetta bara ótrúlega vel. Heimsklassa afgreiðsla. Bara flott hjá henni.“ Sveindís fékk ekki úr miklu að moða og fórnaði dálítið höndum. Hvað fannst henni vera í gangi þá? „Ég veit ekki alveg. Þær stýrðu okkur dálítið yfir á hægri kantinn og boltinn var mikið þar og við náðum ekki að koma boltanum yfir á vinstri. Ég var svolítið út úr leiknum og kannski var ég bara pirruð yfir því og hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem maður þarf að vera með meiri fókus og reyna að koma sér betur inn í leikinn.“ Getur það verið að nálgunin á leiknum hafi verið varfærin? Sveindís er með miðvörð í bakverðinum fyrir aftan sig til dæmis. „Ég veit það ekki. Hún hefur verið í bakverðinum í landsliðinu þannig að kannski er hún bara landsliðsbakvörður. Mér finnst gott að vera með Guðrúnu fyrir aftan mig, hún er góður varnarmaður og sækir þegar hún getur sótt. Ekkert út á það að setja.“ Sveindís fékk mjög gott færi í lok leiksins en náði ekki að nýta það. Verður það myndin í hausnum þegar hún leggst á koddann í kvöld? „Já pottþétt. Ég held að það sem maður gerir oftast. Sérstaklega þegar þetta hafði talið svona mikið fyrir okkur. Ég man ekki eftir mörgum opnum færum í leiknum og ekki gaman að klúðra besta færinu sem maður fékk. Þetta hefði talið frekar mikið. Þetta er sárt núna og maður þarf að gleyma þessu á morgun.“ Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn í næstu leiki og mótið er opið ennþá „Þetta var frábær stuðningur sem við fengum í dag, stúkan var heldur betur blá og þau létu heyra vel í sér allan leikinn. Þetta skiptir okkur miklu máli og vonandi mæta þær líka á næsta leik. Mjög miklivægur leikur og þetta er allt galopið. Við vinnum Sviss og þá erum við enn inn í þessu. Við ætlum að gera allt til að ná í þessi þrjú stig.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Sveindís var spurð að því hvað hún hafi verið að hugsa strax eftir leik. Hún lá í grasinu lengi eftir leik, augljóslega svekkt. „Bara fúlt að tapa. Erfiður leikur og það er bara ekki gaman að tapa og sérstaklega í svona mikilvægum leik. Við verðum bara að halda áfram og upp með hausinn.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Sveindís Jane eftir tapið gegn Finnlandi Því næst var athyglinni beint að frammistöðu liðsins og var Sveindís spurð að því hvort liðið hafi náð að gera það sem lagt var upp með. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera svolítið villtur hjá báðum liðum. Þær fá einhver færi en Cessa ver vel. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en við mætum miklu grimmari í seinni hálfleik, fáum þetta rauða spjald sem tekur okkar leika alveg niður. Við þurftum að hlaupa dálítið eftir það og svo skora þær mark beint í vinkilinn, óverjandi. Svo næ ég ekki að nýta færi sem ég átti að gera betur í. Svona er þetta.“ En var eitthvað hægt að setja út á rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttir fékk? „Ég bara veit ekki hvað gerðist og get ekkert sagt. Þetta var bara á mjög vondum tímapunkti og sló okkur út á laginu.“ Eftir svona erfið úrslit er þá ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr leiknum, eins og það hvernig liðið beit frá sér manni færri? „Alveg 100%. Þær gera ekki mikið eftir að við verðum færri, nema að skora, og við eiginlega bara eflumst eftir það. Við vissum að við þyrftum að sækja til að ná að jafna en það gekk ekki í dag.“ Má ekki segja að markið hafi legið í loftinu? Finnarnir ógnuðu mikið upp vinstri kantinn þaðan sem markið kom. „Já já, mér fannst við samt ekki gera neitt hættulegt, þær vilja halda boltanum eins og við vissum fyrirfram, spila inn á miðju en jú þegar maður er færri þá koma færin á mann. Hún klárar þetta bara ótrúlega vel. Heimsklassa afgreiðsla. Bara flott hjá henni.“ Sveindís fékk ekki úr miklu að moða og fórnaði dálítið höndum. Hvað fannst henni vera í gangi þá? „Ég veit ekki alveg. Þær stýrðu okkur dálítið yfir á hægri kantinn og boltinn var mikið þar og við náðum ekki að koma boltanum yfir á vinstri. Ég var svolítið út úr leiknum og kannski var ég bara pirruð yfir því og hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem maður þarf að vera með meiri fókus og reyna að koma sér betur inn í leikinn.“ Getur það verið að nálgunin á leiknum hafi verið varfærin? Sveindís er með miðvörð í bakverðinum fyrir aftan sig til dæmis. „Ég veit það ekki. Hún hefur verið í bakverðinum í landsliðinu þannig að kannski er hún bara landsliðsbakvörður. Mér finnst gott að vera með Guðrúnu fyrir aftan mig, hún er góður varnarmaður og sækir þegar hún getur sótt. Ekkert út á það að setja.“ Sveindís fékk mjög gott færi í lok leiksins en náði ekki að nýta það. Verður það myndin í hausnum þegar hún leggst á koddann í kvöld? „Já pottþétt. Ég held að það sem maður gerir oftast. Sérstaklega þegar þetta hafði talið svona mikið fyrir okkur. Ég man ekki eftir mörgum opnum færum í leiknum og ekki gaman að klúðra besta færinu sem maður fékk. Þetta hefði talið frekar mikið. Þetta er sárt núna og maður þarf að gleyma þessu á morgun.“ Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn í næstu leiki og mótið er opið ennþá „Þetta var frábær stuðningur sem við fengum í dag, stúkan var heldur betur blá og þau létu heyra vel í sér allan leikinn. Þetta skiptir okkur miklu máli og vonandi mæta þær líka á næsta leik. Mjög miklivægur leikur og þetta er allt galopið. Við vinnum Sviss og þá erum við enn inn í þessu. Við ætlum að gera allt til að ná í þessi þrjú stig.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31
Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24