„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 07:32 Katla Tryggvadóttir náði að leika sínar fyrstu mínútur á stórmóti í gær og má vera stolt. vísir/Anton „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira