Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. júlí 2025 07:32 „Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Viðreisn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun