Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2025 14:08 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hefur verið harðorður í garð stjórnvalda undanfarin ár vegna þess hve illa gengu að semja við flugmenn. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu flugmanna Landhelgisgæslunnar. Flugmenn Landhelgisgæslunnar bíða enn eftir nýjum kjarasamningi en viðræður um hann hafi staðið yfir í fimm ár. „Á sama tíma hafa flugmenn LHG lagt allt sitt undir til að halda uppi háu þjónustustigi þrátt fyrir undirmönnun og hægan samningsvilja af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að Landhelgisgæslan þrýsti á flugmenn að standa vaktina þrátt fyrir að hámarki vakttíma hafi verið náð eða þeir séu í orlofi eða veikindum. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni þar sem við blasi háannatími útkalla yfir sumartímann. Hættu skyndilega við rétt fyrir vöfflukaffi FÍA segir viðræður um nýjan kjarasamning fyrst og fremst hafa tafist að tilstuðlan samninganefndar ríkisins (SNR). „Unnið hefur verið að nýjum heildstæðum samningi í hartnær tvö ár þar sem unnið hefur verið að lausn á þeim deilumálum sem út af stóðu og boðað hafi verið til vöfflukaffis hjá ríkissáttasemjara í lok júní. Á þeim tímapunkti hafi SNR þó skyndilega dregið alla vinnuna til baka og ekki hefur verið boðað til fundar af hálfu ríkissáttasemjara síðan þá,“ segir í tilkynningunni. Fjármálaráðuneytið ráðist með þessu á verkfallsréttalausa starfsstétt en enn alvarlegra sé að flugöryggi Landhelgisgæslunnar sé stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum. „Virðingarleysi stjórnvalda gagnvart þessari mikilvægu framvarðasveit landsins er með öllu óásættanlegt að mati FÍA,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu flugmanna Landhelgisgæslunnar. Flugmenn Landhelgisgæslunnar bíða enn eftir nýjum kjarasamningi en viðræður um hann hafi staðið yfir í fimm ár. „Á sama tíma hafa flugmenn LHG lagt allt sitt undir til að halda uppi háu þjónustustigi þrátt fyrir undirmönnun og hægan samningsvilja af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að Landhelgisgæslan þrýsti á flugmenn að standa vaktina þrátt fyrir að hámarki vakttíma hafi verið náð eða þeir séu í orlofi eða veikindum. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni þar sem við blasi háannatími útkalla yfir sumartímann. Hættu skyndilega við rétt fyrir vöfflukaffi FÍA segir viðræður um nýjan kjarasamning fyrst og fremst hafa tafist að tilstuðlan samninganefndar ríkisins (SNR). „Unnið hefur verið að nýjum heildstæðum samningi í hartnær tvö ár þar sem unnið hefur verið að lausn á þeim deilumálum sem út af stóðu og boðað hafi verið til vöfflukaffis hjá ríkissáttasemjara í lok júní. Á þeim tímapunkti hafi SNR þó skyndilega dregið alla vinnuna til baka og ekki hefur verið boðað til fundar af hálfu ríkissáttasemjara síðan þá,“ segir í tilkynningunni. Fjármálaráðuneytið ráðist með þessu á verkfallsréttalausa starfsstétt en enn alvarlegra sé að flugöryggi Landhelgisgæslunnar sé stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum. „Virðingarleysi stjórnvalda gagnvart þessari mikilvægu framvarðasveit landsins er með öllu óásættanlegt að mati FÍA,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent