„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 15:31 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“ Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“
Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira