Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2025 16:03 Katla Tryggvadóttir er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Anton Brink Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira