„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 20:54 Nichole Leigh Mosty segir Ísland ekki vera með stefnu um innflytjendur og flóttafólk og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði