„Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 21:33 Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnum á EM. Sveindís segir Holding hafa notið þess í botn að vera meðal íslenskra stuðningsmanna. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann. Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Sjá meira
Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Sjá meira