Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 10:30 Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum á miðvikudaginn. Getty/Aitor Alcalde Sandra María Jessen verður í ansi öðru umhverfi en hún hefur vanist í sumar, þegar hún stígur inn á troðfullan 30.000 manna Wankdorf-leikvanginn í kvöld eftir að hafa spilað inni í Boganum með Þór/KA. Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05