Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar 6. júlí 2025 17:01 Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun