Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar 6. júlí 2025 17:01 Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Þjóðleikhúsið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar