Sveindísi var enginn greiði gerður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 11:32 Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum á móti Svisslendingum í Bern í gær. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir átti ekki góðan leik í gær þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Sviss en stelpurnar okkar lokuðu með því á alla möguleika á að komast upp úr riðli sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira