Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 11:27 Almyrkvinn 12. ágúst 2026 gengur yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Almyrkvinn er lengstur 2m 18s í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill. Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. „Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum. Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur. „Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“ Hægt er að kynna sér málið betur hér. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. „Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum. Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur. „Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“ Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00
Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01
Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11