Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 12:17 Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun. vísir/kvika Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“ Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira