Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 12:33 Alexandra Jóhannsdóttir gat rætt við sitt fólk eftir tapið í Bern í gær og fór svo í sudoku til að reyna að dreifa huganum. vísir/Anton „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira