„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 21:05 Formaður ADHD samtakanna segir löngu vitað að tilvísunum vegna ADHD greininga myndi fjölda. Hann segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Getty Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira